Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Amanda Íþróttamaður UMSE

30.01.2020

Kjöri Íþróttamanns Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) var lýst þann 18. janúar sl. í Þelmerkurskóla. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, frá Golfklúbbnum Hamri, var kjörin Íþróttamaður UMSE 2019. Þetta er annað árið í röð sem Amanda er kjörin. Hún var jafnframt útnefnd Golfmaður UMSE 2019.

Í öðru sæti í kjörinu var frjálsíþróttamaðurinn Guðmundur Smári Daníelsson, úr Umf. Samherjum og í þriðja sæti var Mikael Máni Freysson, frisbígolfari úr Umf. Samherjum.

Í kjörinu voru:
• Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfíþróttamaður UMSE.
• Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE.
• Bjarki Fannar Stefánsson, Tilnefndur fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
• Elín Björk Unnarsdóttir, Sundmaður UMSE.
• Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE.
• Heiðmar Örn Sigmarsson, Borðtennismaður UMSE.
• Friðrik Örn Ásgeirsson, Bandýmaður UMSE.
• Mikael Máni Freysson, Frisbýgolfmaður UMSE.
• Ivalu Birna Falck-Petersen, Badmintonmaður UMSE.
• Svavar Örn Hreiðarsson, Hestaíþróttamaður UMSE.
• Sveinn Margeir Hauksson, Knattspyrnumaður UMSE.


Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar vegna góðs árangurs í íþróttum. Þær viðurkenningar hljóta þeir einstaklingar eða hópar sem hafa unnið til Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitla, sett Íslandsmet, átt sæti í landsliðum, afreks- eða úrvalshópum sérsambanda eða hafa unnið Landsmóts- eða Unglingalandsmótstitla á árinu 2019.

Eftirfarandi einstaklingar hlutu viðurkenningar:
• Amanda Guðrún Bjarnadóttir, kvennalandslið Íslands í golfi og Íslandsmeistari í höggleik 19-21 árs.
• Andri Már Mikaelsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Auðunn Arnarsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Dagur Ýmir Sveinsson, unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 13-14 ára.
• Erla Adolfsdóttir, Íslandsmeistari í öldungaflokki GSÍ, karlar 65+.
• Friðrik Örn Ásgeirsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Jóhann Peter Andersen, Íslandsmeistari í öldungaflokki GSÍ, karlar 65+.
• Jónas Hjartarson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Kristín Erna Jakobsdóttir, unglingalandsmótsmeistari Fatlaðra í 60 metra hlaupi, 600 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi stúlkna 14 ára og í 50 metra baksundi, 100 metra bringusundi og 100 metra skriðsundi.
• Hafþór Andri Sigrúnarson, í afrekshóp Bandýnefndar Íslands.
• Heiðmar Örn Sigmarsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
• Jónas Godsk Rögnvaldsson, í afrekshóp Bandýnefndar Íslands.
• Markús Máni Pétursson, unglingameistari í stórsvigi 12 ára drengja, unglingalandsmótsmeistari í 100 metra hlaupi pilta 13 ára og strandblaki 13-14 ára.
• Ólafur Ingi Sigurðsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Pétur Elvar Sigurðsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Róbert Andri Steingrímsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Sigmundur Rúnar Sveinsson, í landsliði Íslands í Bandý.
• Sveinn Margeir Hauksson, úrtakshópur U19 Knattspyrnusamband Íslands.
• Trausti Freyr Sigurðsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
• Úlfur Hugi Sigmundsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
• Þorsteinn Jón Thorlacius, í landsliði Íslands í Bandý.
• Landsmótsmeistarar 50+ í Bridds.
o Hákon Viðar Sigmundsson.
o Kristján Þorsteinsson.
o Kristinn Kristinsson.
o Gylfi Pálsson.

Aðal styrktaraðili UMSE, Bústólpi ehf., veitir í samstarfi við stjórn UMSE á hverju ári styrk vegna góðs árangurs í barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni hlaut Skíðafélag Dalvíkur styrkinn.

ÍSÍ óskar öllum verðlauna- og viðurkenningahöfum til hamingju með árangurinn.