Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ráðstefna um jafnrétti barna og ungmenna

24.01.2020

Fimmtudaginn 23. janúar voru Reykjavíkurleikarnir settir formlega. Þeir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 13. sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar næstkomandi. Fyrsti viðburður á dagskránni var ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem fór fram í Laugardalshöllinni 23. janúar. Mjög mikill áhugi var fyrir ráðstefnunni en að henni stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík. 

Megin áherslur ráðstefnunnar voru:

  • Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
  • Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
  • Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
  • Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
  • Viðhorf og óskir barna og unglinga.
  • Trans fólk og íþróttir

Fyrirlesarar voru Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.

Hægt er að horfa á upptöku af ráðstefnunni á Youtube rás Reykjavíkurleikanna.