Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna

23.01.2020

Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson var með fyrirlestur um hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna þeirra fyrir Ungmennafélagið Einherja í Vopnfjarðarskóla fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn. Frábær mæting var á fyrirlesturinn þar sem ríflega 40 manns voru mættir. Fulltrúar stjórnar félagsins sátu einnig vinnufund með Viðari þennan dag vegna umsóknar félagsins um viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Ungmennafélagið Einherji er nýbúið að halda upp á 90 ára afmæli félagsins, í desember síðastliðinn. Mikið fjölmenni sótti afmælisfagnaðinn sem haldinn var í Vopnafjarðarskóla. Félagið setti upp stóra ljósmyndasýningu af þessu tilefni þar sem saga félagsins var rakin. Auk þess gerðu þeir bræður Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir magnað myndband um sögu Einherja sem frumsýnt var af þessu tilefni og vakti afar mikla lukku. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni.

 

Við vorum alltaf litla liðið from Heiðar Aðalbjörnsson on Vimeo.