Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

YOWG 2020 - Leikarnir settir

09.01.2020

Setningarhátíð þriðju vetrarólympíuleika ungmenna fór fram fyrr í kvöld í Lausanne í Sviss. Fánaberi við setningarhátíðina var Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir keppandi í alpagreinum. Setningarathöfnin fór fram í Vaudoise skautahöllinni í Lausanne. Í mannvirkinu fer fram keppni í íshokkíi á leikunum. Mikið var um dýrðir við setninguna, með fréttinni má sjá nokkrar svipmyndir frá setningarhátíðinni.

 

Keppni á leikunum hefst á morgun. Þá munu þau Aðalbjörg Lillý og Gauti Guðmundsson keppa í risasvigi. Keppnin fer fram á Les Diablerets skíðasvæðinu. Keppni stúlkna fer fram kl. 09:15-10.30 og drengja kl. 12.30-13.30 að íslenskum tíma. Í keppni í risasvigi er ein umferð, rásnúmer Aðalbjargar er 39 og Gauta 61. Ein mínúta er á milli þess sem keppendur eru ræstir af stað. 

Myndir með frétt