Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Fimm dagar í setningu YOWG 2020

04.01.2020

Í dag eru fimm dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda. Í fyrsta sinn verður leikunum skipt upp í tvö tímabil og þátttakendur því ekki allir á staðnum á sama tíma. Keppni okkar fólks raðast þannig niður að alpagreinar eru í fyrri hluta leikanna en skíðaganga í þeim seinni.

Vefsíðu leikanna má sjá hér.

Þátttakendur á Vetrarólympíuleikum ungmenna 2020 eru:

Alpagreinar:
Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir, keppandi
Gauti Guðmundsson, keppandi
Grímur Rúnarsson, flokksstjóri/þjálfari
Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, þjálfari


Skíðaganga:
Einar Árni Gíslason, keppandi
Linda Rós Hannesdóttir, keppandi
Vadim Gusev, flokksstjóri/þjálfari
Sigrún Anna Auðardóttir, þjálfari



Fararstjóri á leikunum verður Örvar Ólafsson

Um Ólympíuleika ungmenna
Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikarnir. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram 2012 í Innsbruck í Austurríki og aðrir leikarnir í Lillehammer í Noregi 2016. Ísland hefur í bæði skiptin sent þátttakendur á leikana.