Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Dagur í lífi Ásdísar spjótkastara

04.12.2019

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari og þrefaldur Ólympíufari, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á morgun, fimmtudaginn 5. desember. Ásdís mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.

Ásdís Hjálmsdóttir keppti í spjótkasti á Ólympíuleikunum árin 2008, 2012 og 2016. Hún stefnir á þátttöku á sínum fjórðu Ólympíuleikum 2020. Árin 2006, 2010, 2012, 2014 og 2016 keppti hún í spjótkasti á Evrópumóti í frjálsum íþróttum og árin 2009, 2011, 2013, 2015 og 2017 á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Ásdís er Íslandsmethafi í spjótkasti með kast upp á 63,43 metra, sem hún setti 12. júlí 2017 í Joensuu í Finnlandi. Sama ár lenti hún í 11. sæti á Heimsmeistaramótinu í London. Hún er ekki einungis besti spjótkastari landsins í kvennaflokki heldur á hún einnig Íslandsmetið í kúluvarpi með kasti upp á 16,53 metra. Metið setti hún þann 12. september sl. og sló þar með 27 ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Hönnu Gylfadóttur. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss, 15,96 metra sem hún setti árið 2017.

Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu  ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.