Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM

28.10.2019

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsíþróttum fer fram í Dubai dagana 7.- 15. nóvember nk. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu. Keppendur Íslands á HM 2019 eru:

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR: langstökk, 100m hlaup og 200m hlaup - flokkur T og F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, KFA/ Eik: langstökk, 400m hlaup - flokkur T og F20
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann: Kúluvarp - flokkur F20

Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á netinu hjá Paralympic TV hér en eins mun verða vel greint frá mótinu á miðlum Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) (ifsport.is, Facebook, Twitter og Instagram). Fararstjóri og yfirþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Ásmundur Jónsson nuddari og Margrét Grétarsdóttir þjálfari.

Á myndinni má sjá Margréti, Bergrúnu og Stefaníu.