Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Grunnskólamót í blaki

14.10.2019

Grunnskólamót UMSK í blaki var haldið 9. október sl. í Kórnum í Kópavogi. Grunnskólamótið er ætlað skólum á svæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og sér Blaksamband Íslands um framkvæmd þess ásamt UMSK. Nemendur í 4. -6. bekk kepptu sín á milli í blaki og var góð stemmning. Um 800 krakkar mættu í mótið úr 9 skólum og keppt var á 35 völlum. Grunnskólamót UMSK í blaki var haldið í annað sinn í ár og þótti takast einstaklega vel, en mótið er stærsta skólamót í blaki sem haldið hefur verið á Íslandi.

Myndir með frétt