Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Ráðstefna - Sýnum karakter

30.09.2019

Ert þú að vinna innan íþróttahreyfingarinnar eða ungmennafélagshreyfingarinnar ? Þá er næsta ráðstefna Sýnum karakter eitthvað sem þú gætir haft áhuga á. Laugardaginn 5. október fer fjórða Sýnum karakter ráðstefna ÍSÍ og UMFÍ fram. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter? Dagskrá er fjölbreytt og áhugaverð. Flutt verða erindi sem tengjast breyttu keppnisfyrirkomulagi og því hvernig hægt er að virkja og byggja upp karakter hjá börnum og ungmennum. 

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík og stendur hún frá kl. 09:30 – 12:30. Verð er 2.500kr. Skráning og greiðsla fer fram hér. Vert er að geta þess að uppselt hefur verið á allar fyrri ráðstefnur Sýnum karakter til þessa. 


Dagskrá

Kl. 09:30 Setning

Kl. 09:40 Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og hugmyndasmiður Sýnum karakter: Virkjum karakter - hugmyndir og hindranir. 

Kl. 10:15 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ: Að lyfta fjöldanum - nýtt mótafyrirkomulag í áhaldafimleikum.

Kl. 10:30 Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ: Spilað til sigurs. 

Kl. 10:45 Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt á íþróttafræðasviði HR: Handboltaleikir fyrir börn.

Kl. 11:00 Kaffihlé.

Kl. 11:20 André Lachance, Sport for life Canada: Competition is a good servant but a poor master.

Kl. 12:00 Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Hvernig gerum við gott félag betra? Innleiðing á Sýnum karakter.

Kl. 12:15 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður og móðir fatlaðs íþróttamanns: Sigurför fyrir sjálfsmyndina. 

Ráðstefnustjóri er Pálmar Ragnarsson.

 
Vefsíða Sýnum karakter.

Facebook síða Sýnum karakter.