Fræðslufyrirlestrar á Akureyri
27.09.2019
Fræðslufyrirlestrar um jákvæð samskipti voru haldnir í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 26. september síðastliðinn. Um var að ræða þrjá fyrirlestra, fyrir iðkendur íþrótta, fyrir foreldra og fyrir þjálfara. Það var Pálmar Ragnarsson sem var með fyrirlestrana við mjög góðar undirtektir þeirra sem þá sóttu. Pálmar hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í þessum fræðum, notkun jákvæðra samskipta við íþróttaþjálfun. Mjög góð þátttaka var á fyrirlestrunum, samtals voru um 340 manns sem mættu og þar af 220 iðkendur íþrótta. Fræðslufyrirlestrarnir eru samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttabandalags Akureyrar, Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri og var aðgangur ókeypis.