Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttavika Evrópu - Fullorðinsfimleikar síðasta æfing

26.09.2019

Síðasta opna æfingin í fullorðinsfimleikum hjá Ármanni verður í kvöld frá kl.19:30 - 21:00 í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Íþróttavika Evrópu

Frá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og þar má nálgast nánari upplýsingar um viðburði vikuna 23. - 30. september. Verkefnið er líka að finna á Facebook hér.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hlaut styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.