Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íþróttavika Evrópu - Dagskrá

23.09.2019

Frá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og þar má nálgast nánari upplýsingar um viðburði vikuna 23. - 30. september. Verkefnið er líka að finna á Facebook hér.

 

Dagskrá vikuna 23. - 30. september

23. - 30. september: Skautahöllin í Laugardal býður öllum að koma og læra að skauta í Skautahöllinni. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

23., 25. og 27. september: Það verða opnar æfingar í fullorðinsfimleikum hjá Ármanni frá kl.19:30 - 21:00 mánudag, miðvikudag og fimmtudag.

25. september: Lýðheilsuganga á Akranesi og frítt í sund fyrir göngugarpa að göngu lokinni. Upphaf göngu er hjá Vallanesi kl.18:00. Við mynni Grunnafjarðar er bærinn Hvítanes. Utan og neðan við Hvítanes eru skemmtilegar sandfjörur sem gaman er að ganga um. Grunnifjörður er friðlýstur og samþykktur sem Ramsar svæði. Mikið fuglalíf er þarna árið um kring. Genginn verður 3 – 4 km. hringur. Þetta er létt ganga við allra hæfi og tekur 1-1 ½ klst. Gönguna leiða Elís Þór Sigurðsson og Hjördís Hjartardóttir. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

 

28. september: Hjartadagshlaupið. 

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hlaut styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.