#BeActive dagurinn á morgun
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur í annað sinn #BeActive daginn í Laugardalnum á morgun laugardaginn 7. september, frá kl. 10-16. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag en ásamt ýmsum viðburðum á #BeActive daginn þá spilar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við Moldóvu kl. 16. Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið og boðið verður upp á Topp og Kvennahlaup ásamt fleiri glaðningum. Það er því tilvalið að kíkja í Laugardalinn á morgun og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Búið er að færa mikið af viðburðum inn, þannig að veðrið ætti ekki að hafa áhrif.
Hér má sjá alla viðburði, tíma- og staðsetningar þeirra:
10:00-10:30 Aqua Zumba Laugardalslaug, innilaug
10:00-12:00 Parkour Ármann, utandyra
10:00-12:00 Haustmót Skautasambandsins Skautamót í Skautahöllinni, opið hús-frítt inn
10:00-13:00 Old boys mót hjá Þrótti Þróttaravöllur
10:00-13:30 Krikket Laugardalshöll
10:00-14:00 Rathlaup Torgið v/Húsdýragarðinn
10:00-14:00 Frisbígolf Torgið v/Húsdýragarðinn
11:30-12:00 Leikhópurinn Lotta Í anddyri Laugardalshallar
12:00-14:00 Opin frjálsíþróttaæfing í Laugardalshöllinni Frjálsíþróttahöllin
13:00-13:30 Qigong og Tai chi Þvottalaugarnar
13:00-15:00 Götuhokkí Fyrir framan Laugardalshöll (bílastæði)
13:30-15:00 Hjólaferð í vagni um Laugardalinn Við Þróttaraheimilið
14:00-16:00 Handstöðu- og movement kennsla Júdósalur Ármanns
14:00-15:30 Ruðningur TBR völlur
14:30-15:15 Zumba Laugardalshöll
16:00-18:00 Ísland - Moldóva Laugardalsvöllur
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram vikuna 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Sökum veðurskilyrða á Íslandi var ákveðið að halda #BeActive daginn þann 7. september. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.