Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Íþróttasjóður - Umsókn

19.08.2019

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknum.

Opið er fyrir umsóknir hér. Umsóknarfrestur er 1. október 2019, kl. 16:00.

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, alla þá sem eru að starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefni á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Hvert er markmiðið?

Íþróttasjóður byggir á Íþróttalögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnu og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

Hvað er styrkt?
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta;

1. Sérstakra verkefna íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
2. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna og skal einkum lögð áhersla á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;

  • Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga og sérstök áhersla verður að þessu sinni á verkefni sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna.
  • Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi.
  • Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum.
  • Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

3. Íþróttarannsókna.
4. Verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Skilyrði úthlutunar

Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.