Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

EYOF 2019 - Fimmti keppnisdagur

26.07.2019

Þá er fimmta og næst síðasta keppnisdegi lokið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú.

Thelma Lind Einarsdóttir keppti í 800m skriðsundi, synti hún á tímanum 10:13.98.

Í úrslitum hástökkskeppninnar stökk Kristján Viggó Sigfinnsson 2.00m og varð í 7. sæti. Kristján Viggó átti tólfta besta árangur þeirra pilta sem komust í úrslitin og er auk þess á yngra ári sem gerir árangurinn enn eftirtektarverðari. 

Í handknattleiknum sigruðu okkar drengir lið heimamanna í Aserbaídsjan 48-11. 

 

 Á morgun laugardag er síðasti keppnisdagur á Ólympíuhátíðinni. Þeir einu úr íslenska hópnum sem keppa þá eru drengirnir í handknattleiksliðinu. Eiga þeir leik við Slóvena um fimmta sætið á mótinu. Hefst leikurinn kl. 15.30 að staðartíma (11.30 að íslenskum tíma). Liðin áttust einnig við í riðlakeppni mótsins, þá lauk leik liðanna með jafntefli. Að leik loknum er komið að lokahátíð leikanna sem fer fram í Kristallshöllinni í Bakú. Hópurinn heldur svo heim á leið strax morguninn eftir.

 

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.

Myndir með frétt