Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

EYOF 2019 - Fjórði keppnisdagur

25.07.2019

Þá er fjórða keppnisdegi lokið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Eva María Baldursdóttir var hársbreidd frá því að komast í úrslit hástökkskeppni stúlkna. Eva María stökk 1,72m og endaði í 14. sæti forkeppninnar. Tíu stúlkur sem stukku 1,75 og tvær sem stukku 1,72m en í færri tilraunum en Eva María komust í úrslit greinarinnar sem fara fram á laugardaginn. Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppti til úrslita í sleggjukasti, því miður voru öll köst hennar ógild.

Í hópstarti í hjólreiðum stúlkna kepptu þær Bergdís Eva og Natalía Erla. Bergdís Eva lenti í vandræðum með keðju og varð að draga sig úr keppni, Natalía Erla stóðst ekki tímatakmörk á seinni hring og var því stöðvuð áður en hún náði að ljúka keppni. Matthías Schou keppti í hópstarti drengja og náði ekki að standast tímatakmörk.

  

Á morgun föstudag er svo komið að næst síðasta keppnisdeginum hér í Bakú. Thelma Lind Einarsdóttir keppir í 800m skriðsundi stúlkna kl. 9.53 að staðartíma (5.53 að íslenskum tíma). Í úrslitum í hástökki pilta keppir Kristján Viggó Sigfinnsson kl. 18.05 að staðartíma (14.05 að íslenskum tíma). Í handknattleik á íslenska liðið leik við heimamenn frá Aserbaídsjan kl. 20.30 (16.30 að íslenskum tíma). Liðið sem sigrar þann leik mun keppa um fimmta sæti á mótinu en liðið sem tapar um sjöunda sætið. 

 

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.

Myndir með frétt