Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

EYOF 2019 - Fyrsti keppnisdagur að baki

22.07.2019

Í frjálsum íþróttum hóf Óliver Máni Samúelsson keppnina í 100 metra hlaupi pilta. Hljóp hann á tímanum 11,06 s. sem er bæting á hans besta árangri. Endaði Ólíver Máni í tíunda sæti en þeir átta bestu komust áfram í úrslit. Í langstökki pilta stökk Dagur Fannar Einarsson 6,24 m og endaði í 18 sæti forkeppninnar í greininni. 

Í handknattleik drengja unnu okkar drengir stórsigur á liði Frakklands 37-31 eftir að hafa leitt 18-13 í hálfleik. Markahæstir í íslenska liðinu voru þeir Arnór Viðarsson með tíu mörk og Arnór Ísak Haddsson með sjö mörk. Kristófer Máni Jónasson skoraði fimm mörk og þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Benedikt Gunnar Óskarsson þrjú mörk hver. 

Á morgun er stór dagur hjá íslenska hópnum, munum við eiga keppendur í frjálsum íþróttum, sundi, fimleikum stúlkna og hjólreiðum auk þess sem drengirnir í handknattleiknum eiga leik við Slóvena. Á meðfylgjandi myndum má sjá Ólíver Mána í startblokkinni, handboltaliðið í leik sínum við Frakka og Dag Fannar að lokinni keppni.  

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Fylgjast má með verðlaunaafhendingum og lokahátíð á vefsíðu EOC hér.

 

Myndir með frétt