Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

EYOF 2019 - Birna Kristín á siglingu

22.07.2019

Birna Kristín Kristjánsdóttir keppir í frjálsíþróttum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer nú fram í Bakú. Birna er fædd árið 2002 og er því 17 ára gömul. Birna hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, m.a. náði hún þeim merka áfanga árið 2017, á fimmtánda aldursári, að verða Íslandsmeistari í 60m hlaupi kvenna á 7,88 sekúndum á Meistaramóti Íslands innanhúss. Hún á ekki langt að sækja hraðann, því móðir Birnu Kristínar, Geirlaug Geirlaugsdóttir úr Ármanni varð Íslandsmeistari á 14. aldursári og faðir hennar Kristján Harðarson, setti Íslandsmet í langstökki árið 1984 sem stóð í tíu ár (7,79m). Hann keppti einnig fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum 1984 og lenti þar í 22. sæti, stökk 7,09 metra.

Birna Kristín er Íslandsmeistari kvenna í langstökki 2019. Hún bætti nýverið eigið ald­urs­flokka­met 16-17 ára í lang­stökki á ung­linga­móti í Þýskalandi með því að stökkva 6,12m. Þá settu þær Birna Krist­ín, Þór­dís Eva Steins­dótt­ir, Tiana Ósk Witworth og Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir ald­urs­flokka­met í 4x100 metra boðhlaupi á sama móti með tím­an­um 45,75 sek­únd­um. Það verður spennandi að fylgjast með þessari flottu íþróttakonu á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, en þá mun Birna taka þátt í langstökki. 

Meðfylgjandi mynd er af Birnu þegar hún tók þátt í hástökki á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sem fram fóru í byrjun júní sl.