Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Minsk 2019 - Hlín og Björn dæma keppni í fimleikum

28.06.2019

Tveir íslenskir dómarar eru við störf á Evrópuleikunum 2019, en það eru þau Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson sem dæma keppni í áhaldafimleikum. Þau voru einnig dómarar á síðustu leikum í Bakú 2015. Evrópska Fimleikasambandið (UEG) valdi þau sem dómara til þátttöku á Evrópuleikunum 2019 óháð þátttöku íslenskra keppenda. Hlín og Björn eru tvö af reyndustu dómurum landsins og hafa dæmt mikið bæði á Íslandi og erlendis. Þau eru bæði með næst hæstu gráðu sem hægt er að öðlast í dómgæslu í fimleikum. Mikill heiður fylgir því að vera valin í það stóra verkefni sem Evrópuleikarnir eru.

Myndir með frétt