Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Minsk 2019 - Áhaldafimleikar kvenna

27.06.2019
Keppni í áhaldafimleikum kvenna hófst í dag og var Agnes Suto-Tuuha meðal keppenda í síðari keppnishóp.
Agnes endaði í 28. sæti í fjölþrautinni með 46.499 stig. Hún hóf keppnina á tvíslá og fékk þar 11.533. Á jafnvægisslá fékk hún 10.800. Fyrir gólfæfingar fékk hún 11.233 og á síðasta áhaldinu, stökki, fékk hún 12.933.
42 keppendur voru skráðir til keppni í fjölþraut kvenna. 18 efstu fara í úrslit í fjölþraut, en þó að hámarki tveir frá hverri þjóð. Á einstökum áhöldum fara sex efstu í úrslit, en þó aðeins einn frá hverri þjóð.

Myndir með frétt