Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Minsk 2019 - Áhaldafimleikar karla

27.06.2019
 
Keppni í áhaldafimleikum karla hófst í dag með keppni í fjölþraut og var Valgarð Reinhardsson meðal keppenda í fyrri keppnishóp.
Valgarð endaði í 27. sæti í fjölþrautinni með 73.364 stig. Hann hóf keppnina í hringjum og fékk þar 12.633. Í stökki fékk hann 12.833 fyrir fyrra stökkið og 13.000 fyrir það síðara. Á tvíslánni fékk hann 10.533 og á svifránni 12.066. Fyrir gólfæfingar skoraði hann 13.333 og á síðasta áhaldinu, bogahesti, fékk hann 11.966 fyrir æfingarnar.
49 keppendur voru skráðir til keppni í fjölþraut karla. 18 efstu fara í úrslit í fjölþraut, en þó að hámarki tveir frá hverri þjóð. Á einstökum áhöldum fara sex efstu í úrslit, en þó aðeins einn frá hverri þjóð. Valgarð er þriðji varamaður í úrslit í stökki, en þess má geta að á Evrópumeistaramótinu 2018 komst Valgarð einmitt í úrslit í stökki þar sem hann endaði í 8. sæti.

Myndir með frétt