Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Minsk 2019 - Keppni í skeet hafin

26.06.2019

 
Í dag hófst keppni í leirdúfuskotfimi (skeet) og er Hákon Þór Svavarsson meðal keppenda. Fyrirkomulagið er þannig að í dag voru skotnar 75 leirdúfur eða þrisvar 25 dúfur og á morgun eru skotnar 50 dúfur, eða tvisvar 25. Hákoni gekk ágætlega í dag og skaut 67 (22-22-23) og er í 25. sæti af 29 keppendum. Tomas Nydrle frá Tékklandi leiðir keppnina eftir fyrri daginn með 74 af 75 mögulegum og í öðru til sjötta sæti eru fimm aðilar með 73 stig, þar á meðal tveir danir.
 

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

 

 

Myndir með frétt