Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Evrópuleikarnir 2023 í Krakow

22.06.2019

Evrópuleikarnir 2023 munu fara fram í Krakow í Póllandi. Leikarnir munu þá fara fram í þriðja sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015 og fara þessa dagana fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Krakow yrði gestgjafi leikanna var tekin í dag, þann 22. júní, á ársþingi Evrópusambands Ólympíunefnda sem haldið var í Minsk. Fulltrúar allra 50 Ólympíunefndanna í Evrópu tóku þátt í kjörinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið. 

Allir meðlimir Evrópusambands Ólympíunefnda sem atkvæðarétt hafa kusu borgina Krakow sem gestgjafa leikanna. Borgin virðist vera vel í stakk búin til þess að halda leikana og næst á dagskrá er að ákveða í hvaða íþróttagreinum keppt verður. 

 

Myndir með frétt