Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
Í gær var boðið til forsýningar á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem gerð var í tilefni af 30 ára sögu hlaupsins. Myndin var sýnd í Laugarásbíó þar sem margt af forsvarsfólki hlaupsins var mætt ásamt góðum gestum. Myndin fangar sögu hlaupsins undanfarin 30 ár á skemmtilegan hátt og eiga Arnar Þórisson og Stefán Drengsson þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Allir fá tækifæri til að horfa á þessa skemmtileguog merku heimildarmynd á annan í Hvítasunnu á RÚV kl.19:40.
Þann 15. júní nk. fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hlaupið er árviss viðburður hjá mörgum konum sem taka daginn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum sínum og margir karlmenn slást líka í hópinn. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í hlaupið. Hægt er að kaupa boli á hlaupastöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Þeir sem vilja geta engu að síður gengið frá kaupum á bol fyrir hlaup hér á TIX.is.
Hlaupið um allt land og allan heim
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er haldið á yfir 80 stöðum á landinu. Fjölmennasta hlaupið er haldið í Garðabæ og einnig fer stórt hlaup fram í Mosfellsbæ. Á landsbyggðinni fara einnig fram fjölmenn hlaup sem skipulögð eru af öflugum konum í hverju bæjarfélagi fyrir sig. Hlaupastaði má sjá hér á vefsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.
ÍSÍ hvetur alla til þess að taka daginn 15. júní frá og fjölmenna í hlaupið.