Skíðaþing SKÍ - Nýr formaður
Skíðaþing Skíðasambands Íslands (SKÍ) fór fram í Ólafsfirði þann 25. maí sl. Þingið hófst með þingsetningu og í kjölfarið var skýrsla stjórnar og ársreikningar síðustu tveggja ára kynntir, þingskjöl voru kynnt og útdeilt til nefnda. Nefndarstörf fóru fram og voru þingskjöl síðan tekin til atkvæðagreiðslu sem og að kosningar fóru fram. Þrír stjórnarnmenn gengu úr stjórn, þeir Einar Þór Bjarnason (formaður), Ögmundur Knútsson (varaformaður) og Kristján Hauksson (ritari). Allir hafa þeir starfað innan sambandsins í stjórn og nefndum í mörg ár. Bjarni Theódór Bjarnason er nýr formaður SKÍ en hann var sjálfkjörinn þar sem engin önnur framboð bárust. Engin kosning var í fagnefndir þar sem ný lög voru samþykkt á þinginu sem kveða á um að stjórn tilnefni í nefndirnar.
Ný stjórn SKÍ 2019-2021:
Bjarni Theódór Bjarnason (formaður stjórnar)
Snorri Páll Guðbjörnsson (formaður alpagreinanefndar)
Einar Ólafsson (formaður skíðagöngunefndar)
Friðbjörn Benediktsson (formaður snjóbrettanefndar)
Dagbjartur Halldórsson (meðstjórnandi)
Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir (meðstjórnandi)
Kristinn Magnússon (meðstjórnandi)
Helstu breytingar sem samþykktar voru má sjá á vefsíðu Skíðasambands Íslands hér.