Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Hrafnhildur og Matthías flogin út til Ólympíu

03.06.2019

Ár hvert er tveimur einstaklingum boðið að taka þátt í námskeiði í Ólympíu á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar. Auglýst var eftir umsóknum og urðu tveir fyrir valinu, einn af hvoru kyni. Í þetta sinn voru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir úr sundi og Matthías Heiðarsson úr frjálsum valin til fararinnar.

Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og búa þau Hrafnhildur og Matthías á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar þar sem þau hlusta á fyrirlestra og vinna í hópum. En það er einnig tími til að gera ýmislegt annað eins og keppa í allskonar íþróttum, fara á ströndina, í skoðunarferðir eða bara slappa af og kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum. Að þessu sinni er yfirskrift námskeiðsins  "Olympic Diplomacy and Peace". 

Námskeiðið stendur að þessu sinni frá 1.-15. júní og er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Myndir með frétt