Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Stund milli stríða

01.06.2019

Kvennalandsliðið í blaki hefur staðið sig vel á Smáþjóðaleikunum 2019, en þær tryggðu sér þriðja sætið á leikunum í morgun. Á bak við tjöldin eru m.a. Berglind Valdimarsdóttir liðsstjóri og Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari kvennalandsliðsins í blaki, en þær hafa fylgt hópnum á þessum leikum. Fulltrúi ÍSÍ rakst á þær Berglindi og Mundínu í kaffipásu með Örvari Ólafssyni aðalfararstjóra Smáþjóðaleikanna 2019 í leikaþorpinu og smellti af þeim mynd við það tækifæri. Berglind hefur einu sinni áður farið á Smáþjóðaleika, en það var sem dómari í sundi á leikunum í Andorra 2005. Mundína hefur farið á alla Smáþjóðaleika sem sjúkraþjálfari síðan 2007. Blaklandslið kvenna er því í góðum höndum í Budva.