Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í dag

31.05.2019

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2019 fór fram í hádeginu í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal fyrir fullu húsi.

Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, bauð gesti velkomna og kynnti til leiks alla vinningshafa í liðsstjóraleiknum og einnig þann þátttakanda sem fékk stóra vinninginn í skráningarleiknum, sem var Trek hjól að verðmæti 100 þúsund krónur. Það var Auður Eiríksdóttir hjá Krabbameinsfélaginu sem var svo heppin að vinna stóra vinninginn.

Þá kynnti Hrönn alla verðlaunahafa í verkefninu Hjólað í vinnuna þetta árið. Allir vinningshafar í vinnustaðakeppninni sem og kílómetrakeppninni fengu glæsilegan verðlaunaplatta sem viðurkenningu fyrir sína frammistöðu. Staðfest úrslit í vinnustaðakeppninni má finna hér og í kílómetrakeppninni hér. Eins er hægt að skoða hvernig öllum vinnustöðum gekk hér á vefsíðu Hjólað í vinnuna.

Að lokinni verðlaunaafhendingu fékk Sesselja Traustadóttir, framkvæmdarstjóri Hjólafærni orðið. Hún flutti góða og gagnmerka tölu um hjólreiðar og veitti í kjölfarið viðurkenningar til fjölmargra fyrirtækja sem hlotið höfðu hjólavottun um hjólavænan vinnustað.

Myndir af verðlaunaafhendingu má sjá á myndasíðu ÍSÍ.