Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Andri Stefánsson á sínum tíundu Smáþjóðaleikum

31.05.2019

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, er þaulreyndur fararstjóri sem er nú á sínum 10. Smáþjóðaleikum fyrir hönd ÍSÍ. Hann á sæti í tækninefnd Smáþjóðaleikanna og hefur annast eftirlit fyrir nefndina með borðtenniskeppninni á leikunum og einnig verið hluti af fararstjórn ÍSÍ á leikunum. Andri gaf sér tíma til að spjalla við fréttaritara ÍSÍ á milli verkefna á borðtenniskeppninni í morgun.

„Smáþjóðaleikar Evrópu eru skemmtilegur viðburður. Þær níu þjóðir sem keppa eru í mörgu ólíkar og bera leikarnir þess merki hverju sinni. Ég hef upplifað margt á þeim leikum sem ég hef sótt og hef ég fengið að vera í mörgum hlutverkum fyrir ÍSÍ. Það sem stendur upp úr er að hafa kynnst menningu þessara landa og öllum þeim einstaklingum sem tengjast leikunum, bæði íslenskum sem erlendum. Leikarnir hér í Svartfjallalandi eru merkilegir á margan hátt. Þeir eru að halda leikana í fyrsta skipti og hefur tekist ágætlega upp í flestum þáttum undirbúnings og framkvæmdar leikanna. Ég tel að við Íslendingar getum verið stolt af okkar aðkomu að Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina, bæði framkvæmd okkar 1997 og 2015 og eins árangri okkar keppenda á undangengnum leikum,“ sagði Andri að lokum áður en hann sneri sér aftur að því að fylgjast með borðtenniskeppninni.