Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Fagteymi Íslands á Smáþjóðaleikunum

29.05.2019

Smáþjóðaleikarnir fara fram um þessar mundir. Nokkrir valinkunnir fagaðilar annast heilbrigðisþjónustu við íslenska hópinn. Það eru þau Örnólfur Valdimarsson læknir, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sjúkraþjálfararnir Unnur Sædís Jónsdóttir, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Jóhannes Már Marteinsson og Sædís Magnúsdóttir. Það er í nógu að snúast fyrir heilbrigðisstarfsfólkið því íslenskir keppendur á Smáþjóðaleikunum eru 120 talsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing og Örnólf Valdimarsson lækni á vaktinni á leik Íslands og San Marínó í blaki í morgun. Að sögn Hafrúnar hefur ekkert alvarlegt tilvik komið upp í hópnum en fagteymið í heild vinnur alla daga að því að íslensku keppendurnir nái að sýna sitt besta á keppnisdegi.

Hér á vefsíðu ÍSÍ er hægt að fylgjast með íslenska hópnum, einnig á Instagram-síðu ÍSÍ, @isiiceland #isiiceland #teamiceland #montenegro2019

Vefsíða leikanna