Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Blakstelpurnar unnu með yfirburðum

29.05.2019

Íslenska kvennalandsliðið í blaki mætti San Marínó í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Unni Árnadóttur og Gígju Guðnadóttur á miðjunum, Ana Maria Vidal Bouza í uppsil, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Kristinu Apostolovu í stöðu frelsingja.

Fyrsta hrina var nokkuð jöfn og þá sérstaklega í lokin. Ísland kláraði hrinuna 26:24 eftir æsispennandi spil. Önnur hrina fór mjög jafnt af stað og aldrei skildi meira en tvö stig liðin að þangað til að Ísland seig fram úr og komst í 17:12 þegar San Marínó tók leikhlé. Ísland hélt áfram að auka við forskotið meðal annars eftir glæsilega uppgjafaskorpu frá Önu Mariu. Ísland kláraði hrinuna þægilega 25:16. Íslenska liðið kom inn í þriðju hrinu af miklum krafti og spilaði með miklum yfirburðum. Hrinan fór 25:11 og unnu íslensku stelpurnar því leikinn 3:0

Stigahæstar í íslenska liðinu voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 11 stig. Íslenska liðið mætir Lúxemborg á morgun kl.13 að staðartíma.

Myndir með frétt