6. bekkur úr Fossvogsskóla í heimsókn hjá ÍSÍ

Í morgun kom 6. bekkur úr Fossvogsskóla í heimsókn til ÍSÍ og fékk fræðslu um ÍSÍ og um Ólympíuhreyfinguna. Þau Dominiqua Alma Belányi fimleikakona og Þormóður Árni Jónsson margfaldur Ólympíufari í júdó heilsuðu upp á hópinn og svöruðu spurningum áhugasamra nemenda um íþróttaferilinn og líf afreksíþróttamannsins.