Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgun

28.05.2019

Íslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Kýpur í morgun í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Gígju Guðnadóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur á miðjunum, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Önu Mariu Vidal Bouza í uppspil og Kristinu Apostalovu í stöðu frelsingja.

Í fyrstu hrinu var jafnt á hartnær öllum tölum þangað til Kýpverjar komust í 13-10, þá tók Borja, þjálfari íslenska liðsins leikhlé. Kýpverjar héldu áfram að sækja í sig veðrið og komust í 18-12 þegar Borja tók síðara leikhléið í hrinunni. Í stöðunni 22:17 kom Velina Apostolova inn á fyrir Gígju í uppgjöf og skoraði ás. Það dugði skammt og Kýpur kláraði hrinuna 25-18.

Ísland var yfir í upphafi annarrar hrinu, en Kýpur komst fljótlega yfir 7:4. Þá kom Hjördís Eiríksdóttir inn á fyrir Thelmu í díó. Síðara leikhlé Íslands var tekið í stöðunni 13:7 fyrir Kýpur. Unnur Árnadóttir kom inn á fyrir Söru í 9:16. Kýpverjar héldu áfram að bæta við forskotið með sterkum uppgjöfum og hávörnum og kláruðu hrinuna 25:15

Kýpverska liðið kom inn í þriðju hrinu af miklum krafti og var fljótlega komið í 5:1 og svo 10:2. Þá kom kraftmikill kafli hjá íslenska liðinu sem minnkaði muninn í 12:9. Í stöðunni 18:17 fyrir Kýpur tók kýpverski þjálfarinn leikhlé. Ísland jafnaði 19:19 eftir glæsilega sókn frá fyrirliðanum Jónu Guðlaugu og komust síðan yfir eftir ás frá Önu Mariu. Síðustu mínútur voru æsispennandi og var jafnt í 22:22 og 23:23. Kýpur átti meira inni undir lokin og kláraði hrinuna 25:23, og þar með leikinn 3-0. Stigahæst í íslenska liðinu var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 14 stig.

Íslenska liðið mætir San Marínó á morgun kl.11 að staðartíma. 

Myndir með frétt