Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Listhlaupadeild SR Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

21.05.2019

Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ á vorsýningu deildarinnar í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 19. maí sl. Það var Viðar Garðarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti deildinni viðurkenninguna á miðju skautasvellinu að viðstöddu miklu fjölmenni. Á myndinni má sjá iðkendurna Kötlu Karítas Yngvadóttur og Brynjar Ólafsson halda á fána fyrirmyndarfélaga og standandi frá vinstri eru þau Elísabet Jenný Hjálmarsdóttir og Anna Gígja Kristjánsdóttir úr stjórn Listhlaupadeildarinnar og Viðar Garðarsson ÍSÍ.