Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Næring og árangur í íþróttum

21.05.2019

Þann 23. maí næstkomandi, kl. 17:30, mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn er í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttabandalags Akureyrar, Ungmennasambands Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og íþróttadeildar Akureyrarbæjar og er hann ókeypis fyrir þátttakendur. 

Í þessum fyrirlestri verður m.a. farið yfir:
• Hvað er heilsusamlegur lífsstíll?
• Lykilatriði að árangri.
• Tímasetningar máltíða fyrir æfingar.
• Hlutverk orkuefnanna.
• Vökvaþörf.
• Algengar mýtur (ranghugmyndir) um heilsu, næringu og árangur í íþróttum.
• Þurfum við fæðubótarefni?

Geir Gunnar er með mastersgráðu (M.Sc.) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann starfar sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem ráðgjafi á sviði heilsueflingar hjá Heilsugeiranum. 

Fyrirlesturinn er ætlaður fyrir iðkendur 13 ára og eldri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa.