Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Skráning í Hjólað í vinnuna hefst í dag

24.04.2019

Hjólað í vinnuna 2019 fer fram frá 8. - 28. maí. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. 

Opnað verður fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna í dag miðvikudaginn 24. apríl. Ýmislegt gagnlegt varðandi innskráningar og skráningarblöð má finna á vefsíðu Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is og einnig hér fyrir neðan:

Hvernig skrái ég mig til leiks?

Reglur

Efni til að prenta út

 

Um hjólað í vinnuna
Hjólað í vinnuna hefur verið haldið árlega í maí allt frá árinu 2003 og stendur yfir í þrjár vikur í senn. Undanfarinn áratug hefur orðið gríðarleg vakning í þjóðfélaginu um hjólreiðar sem heilsusamlegan samgönguvalkost. Þegar Hjólað í vinnuna rúllaði af stað árið 2003 tóku 533 einstaklingar þátt en þátttakan óx ár frá ári og náði hámarki árið 2012 þegar 11.381 einstaklingur tóku þátt. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífsstíl í framhaldi af þátttöku sinni í verkefninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitarfélög hafi bætt til muna aðstöðu fyrir hjólandi fólk. Hjólað í vinnuna er nú orðið hluti af menningu margra vinnustaða í landinu í maí ár hvert. 

Samstarfsaðilar Hjólað í vinnuna eru: Rás 2, Advania, Örninn og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. 

Nánari upplýsingar má finna á www.hjoladivinnuna.is ásamt síðum á Facebook og Instagram.