Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAH

08.04.2019

Ungmennasamband Austur – Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt sunnudaginn 7. apríl sl. að Húnavöllum. Vel var mætt til þings þar sem allir þingfulltrúar frá virkum aðildarfélögum sem rétt höfðu til setu á þinginu voru mættir, alls 35 talsins. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um endurskoðun stefnumótunar USAH. Tillagan var samþykkt og sem viðbót við tillöguna beindi þingið því til USAH að skoða vel möguleika á umsókn til ÍSÍ um viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Slík viðurkenning og þau atriði sem uppfylla þarf væru í raun hluti af góðri stefnumótun fyrir USAH. Virkilega góður andi var ríkjandi á þinginu og mikill samhljómur um starfið framundan. Rúnar Aðalbjörn Pétursson var kjörinn til áframhaldandi formannssetu með lófaklappi. 1. þingforseti var Pétur Pétursson og 2. þingforseti Guðrún Sigurjónsdóttir og stýrðu þau þinginu af þekkingu og öryggi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.