Búið að úthluta úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2018
Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2018. Til úthlutunar að þessu sinni voru 127 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni tekið saman pr. íþróttahérað. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 278 umsóknir frá 135 félögum úr 22 íþróttahéraði vegna 2.987 keppnisferða í 22 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var kr. 499.127.608,-. Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð skiptingu styrkja pr. ferð.
Ferðasjóður íþróttafélaga er alfarið fjármagnaður með fjárframlagi frá ríkinu. ÍSÍ er falin umsýsla sjóðsins, útreikningur styrkja og úthlutun úr sjóðnum. Fjárstuðningur ríkisins til niðurgreiðslu ferðakostnaðar íþróttafélaga er ómetanlegur og hefur afar jákvæð áhrif á þátttöku íþróttafélaga á landsvísu í íþróttamótum innanlands.
Íþróttahérað | Styrkupphæð |
Héraðssamband Bolungarvíkur | 40.471 |
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu | 3.503.040 |
Héraðssambandið Skarphéðinn | 3.853.454 |
Héraðssamband Vestfirðinga | 8.794.296 |
Héraðssamband Þingeyinga | 5.003.988 |
Ungmennasamband Borgfirðinga | 228.650 |
Ungmennasamband Eyjafjarðar | 910.196 |
Ungmennasamband Kjalarnesþings | 8.701.328 |
Ungmennasamband Skagafjarðar | 6.819.411 |
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga | 12.162 |
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga | 1.161.804 |
Ungmennasambandið Úlfljótur | 4.330.044 |
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands | 16.818.090 |
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar | 1.258.731 |
Íþróttabandalag Akraness | 815.918 |
Íþróttabandalag Akureyrar | 30.577.430 |
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar | 4.122.840 |
Íþróttabandalag Reykjavíkur | 14.972.634 |
Íþróttabandalag Vestmannaeyja | 10.575.294 |
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar | 2.330.052 |
Íþróttabandalag Suðurnesja | 2.169.076 |