Viggó Jónsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ
20.03.2019Á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fór fram 19. mars sl. sæmdi ÍSÍ Viggó Jónsson Gullmerki ÍSÍ, en Viggó hefur unnið afar mikið og fórnfúst starf í tengslum við íþróttir í héraði til fjölda ára. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, afhenti Viggó viðurkenninguna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Ingi Þór og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
ÍSÍ óskar Viggó til hamingju með viðurkenninguna.
Á myndinni má sjá Inga Þór næla Gullmerki ÍSÍ í Viggó.