Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Fyrirlestur Ólympíumeistara í HR

11.03.2019

Föstudaginn 15. mars nk. kl. 12:10 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík mun Dwight Phillips, einn fremsti frjálsíþróttamaður heims fyrir nokkrum árum, halda fyrirlestur um þær aðferðir sem hann beitti til að verða heims- og Ólympíumeistari. Hann mun tala um þætti eins og að trúa á sjálfan sig, að fylgja áætlun, að finnast vænt um markmiðin sín, að vera heiðarlegur við sjálfan sig, að fjárfesta í sjálfum sér, að vera dugleg/ur og aldrei að gefast upp. Hann heldur því fram að þeir sem nái árangri einblíni á ákveðna þætti til að ná markmiðum sínum. Fyrirlesturinn er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Það eru allir velkomnir á fyrirlesturinn.