Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Knattspyrna á afreksstigi

13.02.2019

ÍSÍ vekur athygli á áhugaverðum fyrirlestri sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík (stofa V101) á morgun kl. 12:10-13:10.

Í fyrirlestri sínum ætlar Mario Tomljnovic að fjalla um mikilvæg atriði þegar kemur að þjálfun og utanumhald afreksliða í knattspyrnu. Er mikilvægt að leggja áherslu á að nota hátækni til hins ítrasta þegar kemur að því að skara framúr? Hátækni eins og mæla öll hlaup leikmanna inn á velli með GPS tækjum, taka reglulega blóðprufur af leikmönnum o.s.frv er notuð víða en þessi tækni getur líka orðið of fyrirferðamikil. Gott skipulag, tékklistar, hlutverkaskipan, fundir og samskipti þjálfarateymis sem inniheldur þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, íþróttafræðinga, næringafræðinga og sálfræðinga er kannski það sem ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á.

Mario er prófessor í íþróttafræði við háskólann í Split, Króatíu. Þar kennir hann námskeið eins og styrktarþjálfun, þjálfunarfræði og leiðtogafærni og þjálfun í íþróttum. Hann starfar einnig sem fyrirlesari hjá Króatíska knattspyrnusambandinu. Mario hefur einnnig starfað hjá knattspyrnuliði Hajduk Split sem yfirmaður maður afreks- og styrktarþjálfunar.