Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Guðrún Inga og Vignir Már sæmd Gullmerki ÍSÍ

12.02.2019

Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru sæmd Gullmerki ÍSÍ á ársþingi KSÍ sem fór fram 9. febrúar sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem afhenti þeim Gullmerki ÍSÍ.

Guðrún Inga og Vignir Már stigu til hliðar úr stjórn KSÍ að loknu ársþinginu.Guðrún Inga sat í aðalstjórn KSÍ frá 2007 og var varaformaður sambandsins frá 2015. Vignir Már sat í aðalstjórn KSÍ frá 2007 og var formaður mótanefndar og landsliðsnefndar U21 karla.

ÍSÍ óskar Guðrúnu Ingu og Vigni Má til hamingju með viðurkenninguna.