Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Annar keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

12.02.2019

Í dag kl.12.10 að íslenskum tíma mun Baldur Vilhelmsson keppa í úrslitum á snjóbretti (slope style) á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Sarajevo og Austur-Sarajevo. Hann varð efstur í sínum riðli undankeppninnar í gær með einkunnina 89.67. Baldur verður einn af tólf sem keppa til úrslita í greininni. Hér má sjá myndband sem náðist af Baldri í keppninni í gær.

Andri Gunnar Axelsson og Aron Máni Sverrisson keppa í stórsvigi og í skíðagöngu karla 7,5 km keppa Egill Bjarni Gíslason og Jakob Daníelsson. Í skíðagöngu kvenna, 5 km keppa Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Fanney Rún Stefánsdóttir.

Með smáforritinu EYOF 2019 er hægt að fylgjast með öllu því helsta sem tengist hátíðinni. Einnig má sjá hér á vefsíðu hátíðarinnar þau svæði sem keppt er á. 

Hægt er að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:

Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland

Vefsíða leikanna
Facebook síða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo