Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar

08.02.2019

Á miðvikudaginn sl. fór fram súpufundur um höfuðhögg/heilahristing í íþróttum sem ÍSÍ og KSÍ stóðu saman að. Lára Ósk Eggertsdóttir Classens, læknir á bráðamóttöku, hélt fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks eftir heilahristing. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði, og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari deildu sinni reynslu, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Sýnt var beint frá fyrirlestrinum sem sjá má hér á youtube síðu KSÍ.

Að gefnu tilefni bendir ÍSÍ á það efni sem til er um höfuðáverka. 

Hér er að finna leiðbeiningar eða ráðleggingar sem íþróttafólk eða þjálfarar geta nýtt sér ef um heilahristing er að ræða.

Alþjóðaólympíuhreyfingin ásamt m.a. FIFA hefur gefið út staðlaðar leiðbeiningar til að meta íþróttamenn sem fengið hafa heilahristing. Nefnist listinn SCAT3 og má sjá hann hér. Sambærilegur listi til að meta börn nefnist CHILD-SCAT3 og má sjá hann hér.

ÍSÍ lét gera veggspjöld sem geyma einfaldar upplýsingar um helstu einkenni heilahristings og hvenær óhætt er að hefja æfingar og keppni á ný. Veggspjöldin eru í fjórum mismunandi útfærslum og má sjá þau í fréttinni.

Höfuðáverkaveggspjöldin ættu að vera áberandi í íþróttamannvirkjum um allt land. Mikilvægt er að auka enn á þá vitundarvakningu um heilahristing sem orðin er á meðal íþróttamanna, foreldra, þjálfara og stjórnenda.

Ekki harka af þér höfuðhögg! from ISI on Vimeo.

Myndir með frétt