Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Íslenskir afreksþjálfarar fá fræðslu

31.01.2019

Norræn nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu. ÍSÍ hefur átt fulltrúa í norrænu nefndinni um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár, en það er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Fór hann með hóp íslenskra íþróttaþjálfara á tveggja daga vinnufund í Osló dagana 28. - 30. janúar sl. með þjálfarahópum frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hópinn skipa þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir sundþjálfari, Finnur Freyr Stefánsson körfuknattleiksþjálfari, Haukur Már Ólafsson golfkennari, Hermann Þór Haraldsson frjálsíþróttaþjálfari og Jón Gunnlaugur Viggósson handknattleiksþjálfari. Þessir 25 þjálfarar sem skipuðu hópinn komu frá hinum ýmsu íþróttagreinum. Samstarf Norðurlandanna var rætt á fundinum og þróun og möguleikar í þeim efnum. Markmiðið með þessari vinnu var að rýna í hvað þjóðirnar hefðu fram að færa í hinum fjölmörgu þáttum sem lúta að íþróttaþjálfun og hvernig þjóðirnar gætu átt frekari samvinnu, skipst á þekkingu og reynslu sem vonandi leiðir svo til faglegra starfs í löndunum öllum. Íslenski hópurinn mun eiga annan vinnufund í Laugardalnum í febrúar þar sem rýnt verður í niðurstöður fundarins í Osló og þeir þættir skoðaðir sem nýtast mega hér á landi.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr för hópsins til Noregs.

 

 

Myndir með frétt