Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Súpufundur - Almenn fræðsla og reynslusögur um heilahristing

30.01.2019

Miðvikudaginn 6. febrúar frá 12:00-13:00 munu ÍSÍ og KSÍ standa fyrir súpufundi á 3.hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum. Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari segja reynslusögur, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á súpu og brauð.

Viðburðurinn veitir 2 endurmenntunarstig til þeirra þjálfara sem eru með UEFA/KSÍ A eða UEFA/KSÍ B þjálfararéttindi.

Sýnt verður beint frá fyrirlestrinum á miðlum KSÍ.

Skráning á viðburðinn er hér.