150 dagar til Evrópuleika
Evrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní nk. Í dag eru 150 dagar þar til leikarnir verða settir.
Keppt verður í 15 íþróttagreinum, m.a. í bogfimi, frjálsíþróttum, badminton, 3x3 körfubolta, hjólreiðum, fimleikum, júdó, karate, borðtennis og glímu. Í tíu greinum af þeim 15 sem keppt verður í geta keppendur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan árið 2020. Gert er ráð fyrir um 4000 keppendum frá 50 löndum.
Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar. Setningarhátíð leikanna fer fram á Dinamo leikvellinum kvöldið 21. júní.
Vefsíðu Evrópuleikanna í Minsk má sjá hér.
Evrópuleikarnir 2019 eru einnig á Facebook.
#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope