Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íþróttameiðsli og fyrirbyggjandi æfingar

21.01.2019

Vefsíðan fittoplay.org er einstaklega áhugaverð síða sem snýr meðal annars að fyrirbyggjandi æfingum gegn meiðslum íþróttafólks. Þar má finna upplýsingar um algeng meiðslí í fjöldamörgum íþróttagreinum greint niður á líkamshluta. Þar má einnig sjá æfingar sem koma sér vel fyrir íþróttafólk í endurhæfingu.

Að vefsíðunni og smáforritinu „Get Set - Train Smarter“ standa Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og rannsóknarsetrið The Oslo Sports Trauma Research Center í Noregi, sem tóku höndum saman í þeim tilgangi að fækka íþróttameiðslum með því að bjóða íþróttafólki upp á fyrirbyggjandi æfingar beint í símann. Vefsíðan og smáforritið eru einstaklega notendavæn, enda stutt og hnitmiðuð myndbönd og stuttur texti meginundirstaðan. Sjá má allar æfingarnar í myndböndum og stuttum texta um hvernig gera má æfinguna rétt. Vista má öll myndböndin og skoða án nettengingar. 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur íþróttafólk og aðra til þess að skoða vefsíðuna fittoplay.org