Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

18.01.2019

Ráðstefnan „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?“ fer fram miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reykjavík International Games. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum.

Megin áherslur ráðstefnunnar:
- Nýjasta tölfræði um kynbundið ofbeldi í íþróttum um allan heim
- # metoo og lögin
- Kynning á Voices for truth and dignity - verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda.
- Hvernig er unnið gegn kynferðislegri áreitni og misnotkun í íþróttum í Noregi?
- Aðgerðir og framtíðarsýn
- Reynslusögur frá þolendum ofbeldis

Fyrirlesarar verða:
Dr. Sandra Kirby, Dr. Mike Hartill, Dr. Colin Harris, Håvard Övegard, Hafdís I. Helgudóttir, Arnar Sveinn Geirsson, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Dr. Salvör Nordal, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Karen Leach, Valgerður Þórunn Bjarnadóttir. Setning Lilja D. Alfreðsdóttir. Ráðsefnustýra er Anna Steinsen og Edda Sif Pálsdóttir stýrir pallborðsumræðu.


Fimmtudaginn 31. janúar, vinnustofur, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 10:00-12:00.

Vinnustofa 1: Ábyrgð íþróttahreyfingarinnar – greining og viðbrögð. Ætluð fyrir starfsfólk og stjórnir íþróttafélaga, sérsambanda og íþróttahéraða.

Vinnustofa 2: Samvinna að öruggara umhverfi. Ætluð fyrir lögreglu, barnavernd og sveitarfélög.

Vinnustofa 3: Meiri þekking – öflugri forvarnir. Ætluð fyrir háskólasamfélagið og rannsakendur.


Að dagskránni standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

Nánari upplýsingar hér á vefsíðu Reykjavíkurleikanna.

Miðasala fer fram hér á tix.is.