Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Reykjavíkurleikarnir 2019

10.01.2019

Íþróttahátíðin Reykjavik International Games fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Leikarnir eru í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Keppt verður í 15-20 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á fimmta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga.

Í tengslum við leikana verður ráðstefna um íþróttir og ofbeldi haldin í Háskólanum í Reykjavík 30. janúar. Þekktir íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, fræðum og frásögnum. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, forvarnarmálum, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Vinnustofur verða 31. janúar.

Á meðal fyrirlesara verða: Dr. Sandra Kirby, Colin Harris, Håvard Øvergård, Mike Hartill, Karen Leach, Hafdís I. Helgudóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Dr. Salvör Nordal, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Arnar Sveinn Geirsson og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir.
Setning - Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Ráðstefnustjóri – Anna Steinsen
Umsjón pallborðsumræðu – Edda Sif Pálsdóttir

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna hér á rig.is og facebook.

Að ráðstefnunni standa: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG - Reykjavik International Games.